Hvettu börnin til að finna einstök áhugamál
Hjálpaðu börnunum að uppgötva vídeóefni sem þau elska og foreldrar treysta í snjallforriti sem er sérhannað fyrir börn. Með einföldum verkfærum, nýju útliti og eiginleikapakka geturðu hjálpað börnunum þínum að uppgötva ný áhugasvið á netinu, gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og auka sjálfstraust þeirra í þeirra einstaka heimi.
Hjálpaðu börnunum þínum að vaxa á sínum eigin hraða
Börnin þín eru einstök svo að þau ættu aðeins að sjá efni við sitt hæfi. Ákveddu hvaða vídeó munu nýtast þeim best á netinu og sérsníddu svo einstaka prófíla með sérsniðnum efnissíum eftir því sem þau þroskast.
- Hjálpaðu þeim yngstu að læra grundvallaratriðin, ræktaðu forvitni þeirra og meira í stillingunni „Forskólaaldur”.
- Víkkaðu áhugasvið barnanna með lögum, teiknimyndum eða föndri og handavinnu í stillingunni „Yngri”.
- Gefðu eldri börnunum frelsi til að leita eftir vinsælum tónlistar- og leikjavídeóum í stillingunni „Eldri”.
- Eða veldu vídeó, rásir og söfn handvirkt sem börnin þín geta séð í stillingunni „Einungis heimilað efni”.
Horfið aftur á vídeó og náið saman
Finndu eftirlætisvídeó barnanna og efni sem þú hefur deilt með þeim á skjótlegan hátt í flipanum „Horfa aftur.
Mótaðu áhorfsupplifun barnanna með barnalæsingu
Eiginleikar barnalæsingar hjálpa þér að takmarka það sem börnin geta horft á og stýra þannig betur áhorfsupplifun þeirra. Síuferlið okkar miðar að því að halda vídeóum á YouTube Kids fjölskylduvænum og öruggum – en kjörstillingar hverrar fjölskyldu eru einstakar. Líkar þér ekki við vídeó eða rás eða sástu óviðeigandi efni? Tilkynntu það svo að starfsfólk okkar skoði efnið.
Stilltu hámark skjátíma
Hvettu börnin til að taka pásu á milli þess sem þau skoða efni. Notaðu stillinguna „Tímamælir” til að frysta forritið þegar hámarksskjátíma er náð svo börnin geti notað nýju færnina sína í raunheimum.
Sjá mikilvægar upplýsingar
- Foreldrar þurfa að setja forritið upp til að tryggja sem besta upplifun fyrir fjölskylduna.
- Börn gætu séð annað markaðsefni en greiddar auglýsingar frá höfundum á YouTube.
- Lestu upplýsingar um persónuvernd Google-reikninga sem stjórnað er með Family Link til að kynna þér vinnureglur okkar hvað varðar persónuvernd og innskráningu með Google-reikningi.
- Ef börnin nota forritið án þess að skrá sig inn með Google-reikningnum sínum gilda upplýsingar um persónuvernd fyrir YouTube Kids.