Fáðu heildarmynd af því sem þú gerir í hinum stafræna heimi og aftengdu þig þegar þú vilt.
Fáðu daglegt yfirlit yfir það sem þú gerir í hinum stafræna heimi:
• Hversu oft þú notar mismunandi forrit
• Hversu margar tilkynningar þú færð
• Hversu oft þú skoðar símann þinn eða opnar tækið þitt
Aftengdu þig þegar þú vilt:
• Daglegir tímamælar forrita gera þér kleift að takmarka notkun forrita.
• Svefntímastilling minnir þig á að aftengjast á kvöldin með áætlun þar sem skjárinn verður grár og „Ónáðið ekki“ slekkur á tilkynningum sem annars gætu truflað svefninn.
• Stillingin „Minnka áreiti“ gerir þér kleift að setja truflandi forrit í bið með einni snertingu svo að þú getir einbeitt þér betur þegar þú vilt. Þú getur einnig stillt tímann þegar stillingin „Minnka áreiti“ hefst sjálfkrafa og minnkað þannig áreiti þegar þú ert í vinnunni, skólanum eða heima hjá þér.
Hefjast handa:
• Finndu „Stafræn vellíðan“ í stillingavalmynd símans þíns
Ertu með spurningar? Skoðaðu hjálparmiðstöðina: https://support.google.com/android/answer/9346420