Google Messages er opinbert skilaboðaforrit Google. Google Messages er að umbylta því hvernig milljarður notenda tengist, en forritið er knúið af RCS (Rich Communication Services), staðli atvinnugreinarinnar fyrir skilaboðasendingar sem leysir SMS og MMS af hólmi. Með RCS geturðu deilt myndum og vídeóum í háskerpu, nýtt þér hópspjall og tengst öðrum RCS-notendum snurðulaust, þar með talið notendum iPhone.
• Betri samskipti: Deildu myndum og vídeóum í háskerpu, sjáðu hvenær vinir eru að skrifa og nýttu þér snurðulaust hópspjall, einnig við notendur iPhone.
• Persónulegt yfirbragð: Gerðu samtöl persónuleg með eiginleikum eins og sérsniðnum spjallblöðrulitum eða skemmtilegum GIF úr sjálfsmyndum.
• Persónuverndarmál: Þú getur verið áhyggjulaus því einkaspjallið er varið með dulkóðun endanna á milli hjá notendum Google Messages. Enginn, þar með talið Google og þriðju aðilar, getur lesið eða skoðað skilaboðin þín og viðhengi, nema viðtakandi skilaboðanna. Þú nýtur auk þess betri ruslvarnar.
• Gervigreindarknúnar skilaboðasendingar: Semdu fullkomin skilaboð með tillögum frá Töfraritli og nýjustu gervigreindareiginleikunum okkar.
• Snurðulaus skipti milli tækja: Byrjaðu spjall í símanum og haltu því áfram án fyrirhafnar í spjaldtölvu eða tölvu. Forritið er einnig í boði í Wear OS.
Google Messages er meira en bara skilaboðasendingar, og er betri, öruggari og tjáningarríkari samskiptaleið.
Forritið er einnig í boði í Wear OS. Tiltækileiki RCS er mismunandi eftir svæðum og símafyrirtækjum og gæti krafist gagnaáskriftar. Tiltækileiki eiginleika er mismunandi eftir mörkuðum og tækjum og vera má að skráning í betaprófun sé áskilin.