Google Fit: Virkniskráning

3,3
648 þ. umsagnir
100 m.+
Niðurhal
Efnisflokkun
PEGI 3
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd

Um þetta forrit

Komdu þér upp heilbrigðari og virkari lífsstíl með nýju Google Fit!

Það getur reynst erfitt að vita hversu mikla hreyfingu eða hvers konar hreyfingu þú þarft til að viðhalda heilbrigði. Því hefur Google Fit verið í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og Bandarísku hjartasamtökin til að færa þér „hjartastig“: markmið um hreyfingu sem hjálpa þér að bæta heilsuna.

Hreyfing sem fær hjartað til að slá hraðar hefur í för með sér gríðarlegan heilsufarslegan ávinning fyrir hug og hjarta. Þú færð eitt hjartastig fyrir hverja mínútu af hóflegri hreyfingu, eins og að auka hraðann þegar þú ferð út með hundinn og tvö stig fyrir erfiðari líkamsrækt, eins og að hlaupa. Það þarf aðeins að fara í 30 mínútna rösklegan göngutúr fimm daga vikunnar til að uppfylla viðmið Bandarísku hjartasamtakanna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um hreyfingu. Það hefur sýnt sig að það minnkar líkurnar á hjartasjúkdómum og bætir svefn og geðheilsu almennt.

Google Fit aðstoðar einnig við eftirfarandi:

SKRÁÐU ÆFINGAR Í SÍMANUM EÐA ÚRINU ÞÍNU
Skráðu alla hreyfingu fyrirhafnarlaust og sjáðu tölfræði í beinni þegar þú gengur, hleypur eða hjólar. Fit notar skynjara Android-símans eða púlsmæla Wear OS by Google-snjallúrsins til að skrá hraða, takt, leið og fleira.

FYLGSTU MEÐ MARKMIÐUM ÞÍNUM
Sjáðu hvernig þér gengur að ná markmiðum þínum fyrir hjartastig og skrefafjölda frá degi til dags. Nærðu markmiðunum alltaf? Breyttu þeim þá á einfaldan hátt til að ögra þér svolítið og stuðla að betri hjarta- og geðheilsu.

SKRÁÐU ALLA HREYFINGU
Þegar þú gengur, hleypur eða hjólar yfir daginn greinir Android-síminn eða Wear OS by Google-snjallúrið hreyfinguna sjálfkrafa og skráir hana í Google Fit-dagbókina svo að öll hreyfing teljist örugglega með. Viltu fleiri stig? Prófaðu að auka gönguhraðann með því að hefja æfingu í taktfastri göngu og ganga í takt við hljóðið. Ertu meira fyrir annars konar hreyfingu? Veldu hana af listanum yfir hreyfingu eins og pílates, róður eða spinning og Google Fit skráir öll hjartastigin sem þú vinnur þér inn.

TENGDU UPPÁHALDSFORRITIN OG -TÆKIN ÞÍN
Fit getur sýnt þér upplýsingar úr mörgum af uppáhaldsforritunum og -tækjunum þínum til að gefa þér heildarsýn yfir heilsu þína, svo að þú missir aldrei sjónar á því hvernig þér gengur. Þar á meðal eru Lifesum, Wear OS by Google, Nike+, Runkeeper, Strava, MyFitnessPal, Basis, Sleep as Android, Withings, Xiaomi Mi bands og fleiri.

SKOÐAÐU GÖGNIN HVENÆR SEM ER, HVAR SEM ER
Skoðaðu yfirlit yfir hreyfinguna þína í Fit og samstilltum forritum í endurhannaðri dagbók. Eða skoðaðu heildarmyndina á yfirlitsflipanum þar sem þú getur séð allar upplýsingar um heilsu þína og vellíðan.

FYLGSTU VEL MEÐ HEILSUNNI
Öndun er ein auðveldasta leiðin til að draga úr spennu og streitu. Þú getur notað myndavél símans til að athuga öndunina í Fit á auðveldan hátt. Þú getur mælt öndunartíðnina og hjartsláttinn til að skilja ástand líkamans betur.

SKOÐAÐU TÖLFRÆÐI DAGSINS Í FLJÓTU BRAGÐI
Bættu græju á heimaskjá Android-símans eða settu upp skífu og græju í Wear OS by Google-snjallúrinu.

Frekari upplýsingar um Google Fit og lista yfir studd forrit er að finna á: www.google.com/fit
Uppfært
23. jan. 2025

Gagnaöryggi

Öryggi hefst með skilningi á því hvernig þróunaraðilar safna og deila gögnunum þínum. Persónuvernd gagna og öryggisráðstafanir geta verið breytilegar miðað við notkun, svæði og aldur notandans. Þetta eru upplýsingar frá þróunaraðilanum og viðkomandi kann að uppfæra þær með tímanum.
Engum gögnum deilt með þriðju aðilum
Nánar um yfirlýsingar þróunaraðila um deilingu gagna
Þetta forrit kann að safna þessum gagnagerðum
Staðsetning, Persónuupplýsingar og 6 í viðbót
Gögn eru dulkóðuð í flutningum
Þú getur beðið um að gögnum sé eytt
Óháð öryggisyfirferð

Einkunnir og umsagnir

3,2
603 þ. umsagnir
Skúli Arnar Gunnarsson
2. júní 2023
Needs a leaderboard.
Var þetta gagnlegt?
Rikard long
31. maí 2022
Very good
1 aðila fannst þessi umsögn gagnleg
Var þetta gagnlegt?
Gudmundur Jonsson
18. janúar 2022
Það vantar Google Map í Google Fit.
2 aðilum fannst þessi umsögn gagnleg
Var þetta gagnlegt?

Nýjungar


• Mældu hjartsláttar- og öndunartíðnina með myndavél símans (í tilteknum tækjum)
• Auktu gönguhraða þinn með æfingu í taktfastri göngu
• Þú sérð allar upplýsingar um heilsu þína og vellíðan á yfirlitsflipanum
• Minniháttar villuleiðréttingar og endurbætur á notandaviðmóti