Þessi ógnvekjandi vísindaskáldsögu-hryllingsmynd færir gríðarlega vinsælu Alien-kvikmyndaseríuna aftur nær goðsagnakenndum rótunum. Hópur ungs fólks frá geimnýlendu leitar að nytsamlegum hlutum í yfirgefinni geimstöð en kemst í óvænt kynni við miskunnarlausustu og banvænustu lífverur sem fyrirfinnast í alheiminum. Í aðalhlutverkum eru Cailee Spaeny, David Jonsson, Archie Renaux, Isabela Merced, Spike Fearn og Aileen Wu. Alien: Romulus er leikstýrt af hryllingsmeistaranum Fede Alvarez, sem skrifar einnig handritið með vanalegum samstarfsmanni sínum, Rodo Sayagues, en Dan O'Bannon og Ronald Shusett eru höfundar ákveðinna persóna. Ridley Scott, sem leikstýrði upprunalegu Alien-myndinni, ásamt myndunum Prometheus og Alien: Covenant, framleiðir myndina ásamt Michael Pruss og Walter Hill. Varúð: Blikkandi ljós í myndinni gætu haft áhrif á ljósnæma áhorfendur.