Í "The Marvels" frá Marvel Studios hefur Carol Danvers, eða Kafteinn Marvel (Brie Larson), endurheimt sjálf sitt frá Kree-harðstjórunum og hefnt sín á Yfirgreindinni. En óvænt afleiðing þess er sú að Carol þarf að taka á sig byrðina sem fylgir óstöðugum alheimi. Þegar hún er send til að kanna óvenjuleg ormagöng sem tengjast byltingarsinnum innan Kree-veldisins flækjast kraftar hennar saman við ofuraðdáanda frá Jersey-borg sem heitir Kamala Khan (Iman Vellani), en kallar sig Fröken Marvel, og einnig við frænku Carol, kaftein Monicu Rambeau (Teyonah Parris), sem starfar nú sem SABER-geimfari. Þessi óvenjulega þrenning þarf að taka höndum saman og læra mikilvægi fullkominnar samvinnu til að bjarga alheiminum sem "Marvels". Í aukahlutverkum eru Samuel L. Jackson, Zawe Ashton og Seo-Jun Park. Nia DaCosta leikstýrir og skrifar handritið ásamt Megan McDonnell og Elissu Karasik. Kevin Feige framleiðir. Louis D'Esposito, Victoria Alonso, Mary Livanos, Jonathan Schwartz og Matthew Jenkins eru yfirframleiðendur.