Cybertron hefur fallið. Þegar Optímus Prím sendir Bumblebee til að verja jörðina hefst hetjuför hans. Charlie Watson (Hailee Steinfeld), táningur í leit að stað sínum á jörðinni, uppgötvar og gerir við hið stríðshrjáða vélmenni, sem er í dulargervi sem Volkswagen bjalla. Þegar Vélráðarnir eltast við þau vélmenni sem eftir eru með hjálp leynilegrar stofnunar sem stýrt er af Burns fulltrúa (John Cena) taka Bumblebee og Charlie höndum saman til að vernda heiminn í miklu hasarævintýri sem er skemmtun fyrir alla fjölskylduna.