Sjortarinn

· Lindhardt og Ringhof
Rafbók
255
Síður
Einkunnir og umsagnir eru ekki staðfestar  Nánar

Um þessa rafbók

Þegar einnar nætur gaman vindur upp á sig er voðinn vís ...

Lauren Stillwell er engin venjuleg kona, heldur er hún lögreglukona í New York. En lögreglukonur geta einnig orðið afbrýðiseminni að bráð og þegar Lauren uppgötvar að eiginmaðurinn hefur haldið framhjá henni ákveður hún að hefna sín með því að svara í sömu mynt. Áður en hún veit af er hún flækt í vef lyga og glæpa og það versta er að henni er falið að leysa morð sem hana hefði aldrei grunað að hún þyrfti að leysa. Í ljós kemur að ekkert er eins og það sýnist og Lauren þarf að hafa sig alla við til að komast lífs af í bók sem heldur lesandanum í greipum sínum allt til síðustu blaðsíðu.

James Patterson er bandarískur metsöluhöfundur fæddur árið 1947. Bækur hans hafa selst í hundruðum milljóna eintaka. Patterson hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir skrif sín og hafa bækur hans verið þýddar á fjölmörg tungumál. Patterson kýs að gefa aftur til samfélagsins með því að styrkja verkefni sem efla læsi í skólum víða um Bandaríkin. Michael Ledwidge er bandarískur rithöfundur af írskum uppruna. Hann hefur skrifað nokkrar sjálfstæðar skáldsögur en langvinsælustu sögurnar hans eru þær sem hann skrifaði sem meðhöfundur James Patterson. Með samstarfinu hefur honum því tekist að fara frá því að vera nær óþekktur yfir í að verða metsöluhöfundur á andartaki.

Gefa þessari rafbók einkunn.

Segðu okkur hvað þér finnst.

Upplýsingar um lestur

Snjallsímar og spjaldtölvur
Settu upp forritið Google Play Books fyrir Android og iPad/iPhone. Það samstillist sjálfkrafa við reikninginn þinn og gerir þér kleift að lesa með eða án nettengingar hvar sem þú ert.
Fartölvur og tölvur
Hægt er að hlusta á hljóðbækur sem keyptar eru í Google Play í vafranum í tölvunni.
Lesbretti og önnur tæki
Til að lesa af lesbrettum eins og Kobo-lesbrettum þarftu að hlaða niður skrá og flytja hana yfir í tækið þitt. Fylgdu nákvæmum leiðbeiningum hjálparmiðstöðvar til að flytja skrár yfir í studd lesbretti.