Reversi er herkænskuleikur. Leikurinn er einnig kallaður Óþelló.
Leikmenn skiptast á að setja niður skífur í sínum lit.
Í leik, eru allar skífur í lit andstæðingsins, sem eru í beinni línu sem er afmörkuð af skífunni sem var verið að leggja niður og annarri skífu sama leikmanns, herteknar.
Litur þeirra breytist í lit sama leikmanns.
Til að lögnin sé gild verður a.m.k. ein skífa að vera hertekin.
Markmið leiksins er vera með meirihluta skífanna í sínum lit eftir að síðasta skífan er lögð niður.
Margar stillingar:
- fyrir spjaldtölvur og síma
- sjálfvirk vistun
- tölfræði
- engin takmörk á hversu oft er hægt að bakka
- erfiðleikastigin Auðvelt, Venjulegt, Erfitt, Martröð
Þessi leikur hefur allur verið þýddur á íslensku.